IMPORTANT! Look Inside
Ég býst við því að ég hafi verið eins og flest börn, hafði gaman af að syngja, dansa og teikna. Teikningin hafði þó mest áhrif á mig og átti eftir að fylgja mér öll mín uppvaxtar ár. 10 ára byrjaði ég að teikna fyrir alvöru og gleypti ég allar upplýsingar um teiknun sem ég komst yfir. Fimmtán ára hafði ég komist að stærstu ákvörðun lífs míns og kom með yfirlýsingu “Ég ætla að verða listamaður og helga líf mitt listum, ég veit að það mun verða erfitt og einmannalegt en þetta vill ég gera”. Frá þeim tímapunkti byrjaði ég að læra eins mikið og ég gat um alla helstu listmiðla og listasögu og sá fljótlega hvaða leið ég vildi fara í menntun minni, ég skildi verða sjálfmenntaður eða audodictact og ekkert myndi breyta því plani sama hvað. Eftir áratugs lærdóms og tilraunastarfsemi fann ég mig þó aldrei fullkomlega í neinum sérstökum miðli en lengst af málaði ég í olíu. Árið 2000 átti það hinsvegar eftir að breytast þegar ég sá auglýsingu í sjónvarpinu um margmiðlunar nám og vakti það strax upp brennandi áhuga á stafrænni list og hóf nám í margmiðlunarskóla síðar það ár. Leist þó ekki öllum eins vel á það plan eins og mér, því að á þeim tímapunkti átti ég ekki einu sinni tölvu né kunni að kveikja á einni slíkri. Þá hófst annar áratugur lærdóms og tilrauna en nú í hinum stafræna heimi. Þegar um þrítugt var komið hafði ég öðlast yfirgripsmikla og djúpa þekkingu á stafrænum verkfærum og hafði þá kynnst open source hreyfingunni sem átti eftir að spila stórt hlutverk í minni vinnu upp frá því. Tók þá sú vinna við að finna mér stað innan listarinnar en upp úr fertugu öðlaðist ég loksins þann þroska sem til þarf í þetta starf. Hófst þá vinnan mín í listum fyrir alvöru og hingað er ég nú komin til að vera.
Refur Geirdal
Translate with google